sunnudagur, 21. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðlenska Hestaveislan

26. mars 2015 kl. 10:18

Aðsend mynd

Fákar og Fjör og ræktunarbú heimsótt.

Helgin 17-18 apríl verður hlaðin hestatengdum viðburðum á Akureyri og í nærsveitum. 
Á föstudagskvöldinu verður stórsýningin Fákar og fjör.
Á laugardeginum verða ræktunarbú heimsótt, léttur kvöldverður og að lokum hin magnaða Stóðhestaveisla.


Finnið okkur á facebook „norðlenska hestaveislan“


Hestamenn takið helgina frá.

Hér kynnum við fyrsta ræktunarbúið sem við munum heimsækja 18. apríl. Hrossaræktarbúið Skriða er í Hörgárdal í Eyjafirði um 20 km. frá Akureyri. Á bænum eru til um 80 hross á öllum aldri en samhliða hrossabúskapnum er einnig rekið kúa og sauðfjárbú. Ábúendur í Skriðu eru Þór Jónsteinsson og Sigríður Kristín Sverrisdóttir. Sigríður er uppalin í Skriðu en Þór kemur frá Akureyri. Þau eiga 4 börn, Eyrúnu, Agnar, Egil og Jónstein. Hrossarækt hefur verið stunduð í Skriðu um nokkuð langt skeið en Þór og Sigga komu inn í búskapinn í Skriðu árið 2000 og hafa stundað sína hrossarækt síðan. Það fæðast svona 8-15 folöld á ári á búinu og í uppvextinum ganga þau frjáls um á sumrin í fögrum fjallasal í dal sem heitir Barkárdalur. Það er hesthús fyrir22 hesta á búinu og þar er rekin tamningastöð allt árið um kring. Þar eru hross búsins tamin auk þess sem alltaf er eitthvað að aðkomuhrossum í þjálfun. 

Í ræktuninni er aðaláherslan lögð á geðslag og góðar gangtegundir og hefur það skilað bæði góðum keppnishrossum og reiðhrossum. Í grunninn eru tvær merar öðrum fremri sem ber að nefna en það eru þær Gullinstjarna frá Akureyri og Sunna frá Skriðu. Undan Gullinstjörnu komu m.a. bræðurnir Moli og Stígur frá Skriðu og undan Sunnu hafa komið frábær keppnishross og þar á meðal Molabörnin Kjarkur og Saga frá Skriðu. Skriðubúið heldur úti heimasíðu,www.skridan.is og þar er leitast við að setja inn fréttir frá búinu.