fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fákar og fjör á Akureyri í vetur

27. október 2009 kl. 11:54

Fákar og fjör á Akureyri í vetur

Framkvæmdanefnd stórsýningarinnar „Fákar og Fjör“ í reiðhöllinni á Akureyri  kom saman til fyrsta fundar nú í hádeginu í dag mánudag og þar var ákveðið að sýningin á árinu 2010 verði Laugardaginn 10. apríl.

    Mikið verður lagt undir og nú þegar hefur beinagrind sýningarinnar verið gerð og mikill metnaður er meðal nefndarmanna að stíga skref framávið og gera betur en á vígslusýningunni sl vor sem að allra mati þótti hinn glæsilegasta.  

    Strax eftir áramót verður byrjað að velja atriði í sýninguna  sem og hross.

      Stefnt er að því að allur dagurinn þann 10. apríl verði undirlagður í atriði sem tengjast með einum og eða öðrum hætti sýningunni um kvöldið.

    Í Sýningarnefnd  Fákar og Fjör  2010:
Hólmgeir Valdimarsson.
Sigfús Helgason.
Friðrik Kjartansson.
Halldór Jónsson og
Kristmundur Stefánsson.