miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fákar og Fjör 2013

5. apríl 2013 kl. 13:17

Fákar og Fjör 2013

„Hestamannafélagið Léttir heldur stórsýninguna Fáka og fjör 2013 þann 20. apríl n.k. í Léttishöllinni á Akureyri.

Fjölbreytt dagskrá verður í boði, kynbótahross, keppnishross, hópatriði og skemmtiatriði. 
Keppt verður í skeiði og eru vegleg verðlaun í boði eða 50.000 kr. fyrir sigurinn. 
Við fáum stórstjörnur í heimsókn, bæði knapa og hesta, sem verða nánar kynnt þegar að nær dregur.
Sölusýning verður i Léttishöllinni klukkan 13:00.
 
Eftir sýningu verður opið hús í nýrri félagsaðstöðu okkar Léttismanna Skeifunni á efri hæð
í Léttishöllinni þar sem Jakob Jónsson og félagar stýra gleði fram eftir nóttu.
 
Það verður því af nógu að taka fyrir alla áhugamenn um hestamennsku á þessari sýningu.
Sýningin hefst kl. 19:00.
Verið velkomin á sýninguna Fákar og fjör 2012 á Akureyri,“ segir í tilkynningu frá hestamannafélaginu Létti