miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fákar og fjör 17.apríl

8. apríl 2010 kl. 12:16

Fákar og fjör 17.apríl

Laugardaginn 17. apríl n.k. fer fram í TopReiterhöllinni á Akureyri stórsýningin Fákar og fjör 2010 sem er stórveisla hestamanna, nú haldin í annað sinn í glæsilegri reiðhöll Léttismanna á Akureyri.

Á hátíðinni verður margt glæsilegra atriða og má nefna:

 • Gígjar með afkvæmum
 • Hófur og Siggi
 • Top Reiter liðið
 • Jói Konn - In Memoriam - Kristján Jóhannsson, stórsöngvari
 • Hafsteinsstaðir
 • Litli-Garður/Árgerði
 • Hrymur með afkvæmum
 • Haukur frá Hrafnagili
 • Norðlensk hrossarækt
 • Stóðhestar úr Eyjafirði 
 • “Kátir karlar”
 • Skeiðkeppni úrvalshesta og margt fleira. 

Þá verður stórdansleikur í reiðhöllinni að hátíðinni lokinni og mun Tríó Kobba Jóns halda uppi stuðinu. Miðaverð: kr. 2500,- (miðinn gildir bæði á sýninguna og á dansleikinn). Forsala aðgöngumiða Fákasport og Lífland Akureyri. Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Stóðhestakynning verður á laugardeginum í Top Reiter höllinni frá kl. 13:00 og er þar tækifæri fyrir stóðhestaeigendur og umsjónarmenn að koma sínum hestum á framfæri. - Skráning í kynninguna á lettir@lettir.is til og með 13. apríl n.k.

Allar nánari upplýsingar um stóðhestakynninguna og sýninguna í heild sinni á www.lettir.is