mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fákar og fjör 17. apríl - Dagskrárbrot

16. apríl 2010 kl. 09:14

Fákar og fjör 17. apríl - Dagskrárbrot

Meðal dagskráratriða á Fákum og fjöri 2010 í TopReiterhöllinni á Akureyri, sem fram fer n.k. laugardagskvöld, er atriði þar sem fram koma niðjar Óskar frá Brún.  Glymur frá Innri-Skeljabrekku mætir til leiks sem og ungstirnið Hrímnir frá Ósi.  Það er gaman að fá Hrímnir á sinn heimavöll en hann verður til afnota á svæðinu n.k. sumar. 

Nú, stórt og veglegt söngatriði, blandað hestum einnig, verður á boðstólnum en það er atriði í minningu Jóa Konn.  Fram koma stórsöngvarar af Konnaraættinni og eru það bræðurnir Kristján, Jóhann Már og Svavar Jóhannssynir, Örn Viðar og Stefán Birgissynir og Finnur Bessi sonur Svavars.  Þessir miklu barkar ætla að syngja að hætti hestamanna svo undir taki í höllinni. 

Allt þetta og meira til á Fákum og fjöri á laugardaginn kemur kl. 20:30.

 

www.lettir.is