sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fákar og fjör 10. Apríl 2010

18. febrúar 2010 kl. 15:06

Fákar og fjör 10. Apríl 2010

Nú er undirbúningur að sýningunni Fákar og Fjör 2010. komin á fulla ferð og nú þegar er búið að tryggja að á sýninguna komi hópur af gæðingum. Afkvæmasýndir verða að minnsta kosti 2 frægir stóðhestar. Nokkur bestu Hrossaræktarbú Norðanlands hafa boðað komu sýna og margt fleira er í pípunum hjá framkvæmdanefndinni sem fundar nú ört og er með arnaraugu eftir atriðum til að skreyta sýninguna. Margt mætti hér nefna en það er verið að undirbúna auglýsinga plagatið og á því verður flaggað stjörnum sýningarinnar. Gaman er að nefna það hér að inn á milli hestaatriða verður söngatriði á heimsmælikvarða, sagt og skrifað, en ekki er hægt að nefna nein nöfn í því sambandi en staðið verður við það að þetta söngatriði er og verður ógleymanlegt.
    Framkvæmdanefndin vill koma því á framfæri að ef einhverjir eru með  skemmtileg atriði, nú eða geta bent á einhverjar stjörnur hvort sem um er að ræða góð hross eða nýja vonarstjörnu í knapaheiminum, þá endilega hafa samband við einhvern af nefndarmönnum.
     Stefnt er að því að hafa forskoðun fyrir hugsanleg sýningarhross.(geldinga hryssur og stóðhesta) upp úr miðjum mars og munum við auglýsa það betur er nær dregur. Engu að síður eru nú þegar mörg glæsileg atriði frágengin í sýningunni í vor sem verður með hefðbundnu sniði. Þ.e.a.s. svipuð og síðast.     Einnig verður skeið eins og síðast og við munum fljótlega velja 10 fljóta skeiðhesta til að keppa í Top Reiterhöllinni 10 apríl. Á laugardeginum fyrir sýningu  höfum við hugsað okkur eins og í fyrra að vera með atriði, fyrirlestur/sýnikennslu en það verður auglýst á allra næstu dögum. Að framansögðu má ljóst vera að það stefnir í hrossaveislu á Akureyri 10 apríl n.k og eftir þær viðtökur sem sýningin Fákar og Fjör fékk í fyrra má búast við annarri eins stórsýningu ef ekki bara einhverju meira. Að lokinni sýningunni verður opin dansleikur í reiðhöllinni og tilvalið að stíga dans eftir góða kvöldstund í faðmi manna og hesta.

Framkvæmdanefnd Fákar og fjör 2010.   
Sigfús Ólafur Helgason  sími  860-2622.
Hólmgeir Valdimarsson sími  892-4543.
Friðrik Kjartansson sími 896-5309
Halldór Jóhannsson.