laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fákar fyrir fullu húsi

odinn@eidfaxi.is
18. apríl 2015 kl. 07:25

Baldvin Ari í góðri sveiflu.

Frábær stemmning í Eyjafirði

Fullt hús var þegar stórsýningin Fákar og Fjör var haldin í reiðhöllinni á Akureyri í gærkvöldi.

Sýningin var saman sett af fallegum skrautsýningum ungra og aldina, ræktunarhópum og einstaklingssýningum,  en sem dæmi var sama prógramið riðið annars vegar af yngstu kynslóð knapa af svæðinu og seinna í sýningunni af hópi knapa sem fylla munu fimmta tuginn á þessu ári. Þulir kvöldsins hentu gaman af því að heldur betur hafi tekist upp hjá unga fólkinu en þeim eldri sem kannski sýnir hve hratt reiðmennskunni fleygir fram.

Skeiðkeppni var þar sem lögreglan á svæðinu mældi hraða knapanna í gegnum höllina, Stefán Birgir sigraði þá keppni en hraði hans ver 43 km á klukkustund.

Hestakostur kvöldsins var góður en meginþorri hrossanna voru héðan af svæðinu en þó mátti sjá kunnugleg andlit sunnan að þátti þó sjá. Sigursteinn Sumarliðason kom meðal annars fram í einstaklingsatriði undir lok sýningarinnar á hryssunni Nípu frá Meðalfelli og líklegt má telja að þau eigi eftir að gera góða hluti í töltkeppnum þegar fram líða stundir.

Nú í dag verður skipuleg ferð á sex hrossaræktarbú á svæðinu og í kvöld Stóðhestaveisla Norðurlands.

Sannarlega nóg að gera og spennandi dagur framundan.