laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fákaflug Tölt A-úrslit

1. ágúst 2010 kl. 00:30

Fákaflug Tölt A-úrslit

A-úrslitum í tölti er lokið og veitti Lilja Pálmadóttir fyrir hönd Hofstorfunnar 100.000 kr peningaverðlaun fyrir fyrsta sætið. Unga daman hún Ásdís Ósk Elvarsóttir var mætt aftur og vann sig upp í fimmta sæti.
Jakob Sigurðsson kom hins vegar efstur inn í úrslitin með glæsihryssuna Árborgu frá Miðey og höfðu þau sigur að lokum eftir harða samkeppni við Hans Kjerúlf og Sigur frá Hólabaki og munaði einungis einni kommu á milli.

1 Jakob Svavar Sigurðsson: Árborg frá Miðey 7,78
2 Hans Kjerúlf: Sigur frá Hólabaki 7,77
3 Skapti Steinbjörnsson: Hróarskelda frá Hafsteinssöðum 7,33
4 Björn Jónsson: Aníta frá Vatnsleysu 7,17
5 Ásdís Ósk Elvarssdóttir: Mön frá Lækjarmóti 6,92
6 Baldvin Ari Guðlaugsson: Logar frá Möðrufelli 6,31