laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fákaflug á Vindheimamelum um verslunarmannahelgina -

14. júlí 2010 kl. 11:25

Fákaflug á Vindheimamelum um verslunarmannahelgina -

 Eiðfaxi sló á þráðinn norður í Skagafjörð í morgun til að forvitnast um Fákaflugið um verslunarmannahelgina, undirbúningur er komin á fullt og greinilegt að mikið verður um dýrðir í Skagafirðinum.

Keppt verður í A og B flokki gæðinga ásamt öllum yngri flokkum, tölti, 100 metra skeiði og hefðbundnum kappreiðum.  Einnig verða glæsilegar kynbótasýningar.

Á kvöldin verður nóg við að vera því Helgi Björns og Reiðmenn vindanna mæta á dansleik á föstudagskvöldið, á laugardag verða svo Hvannadalsbærður ásamt Magna og á sunnudag heldur svo SSsól uppi stuðinu.

Það er greinilegt að Skagfirðingar ætla ekki að láta deigan heldur leggja metnað í að hafa Fákaflugið sem glæsilegast að þessu sinni. Eiðfaxi mun fylgjast með undirbúningi og segja lesendum fréttir ásamt ítarlegri dagskrá þegar þar að kemur. -hg