fimmtudagur, 20. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fákaflug 2012

22. júlí 2012 kl. 13:22

Fákaflug 2012

Fákaflug 2012 verður haldið á Vindheimamelum dagana 3.- 5.ágúst n.k.

 
"Keppt verður í A-flokk, B-flokk, ungmennaflokk, unglingaflokk, barnaflokk, 100m, 150m og 250m skeiði (rafrænar tímatökur í öllum greinum) og tölti. Sérstök forkeppni, 2-3 inná í einu.
 
Skráningar skal senda á netfangið fjola@krokur.is fyrir kl.16.00 miðvikudaginn 1. ágúst. Gefa þarf upp keppnisgrein, nafn og kennitölu knapa og IS númer hrossins.
 
Skráningargjald er kr. 3.000,- á hverja skráningu og skal það greiðast inn á reikning 161-26-1630, kt.520705-1630 með nafni knapa í skýringu og senda staðfestingu í tölvupósti á fjola@krokur.is.
 
Mótið hefst seinnipart föstudagsins á forkeppni í tölti og keppni í skeiði. Dagskrá auglýst nánar síðar.
 
Athugið að frítt er inn á mótssvæðið," segir í tilkynningu frá mótshöldurum.