sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fáir í framboði

6. október 2014 kl. 18:19

Haraldur Þórarinsson, formaður LH, heldur ræðu við setningu Landsmóts 2014.

Haraldur gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku.

Haraldur Þórarinsson gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku hjá Landssambandi hestamannafélaga, samkvæmt upplýsingum frá kjörnefnd LH. Engin bauð sig fram á  móti honum.

Tíu aðilar buðu sig fram í stjórn sambandsins, sem skipuð er sex aðilum, utan formanns.  Ekki náðist tilskilin fjöldi framboða til varastjórnar LH. Kjörnefnd er því heimilt að samþykkja framboð sem koma fram síðar í varastjórn skv. lögum LH.

Landsþingið fer fram á hótel Selfossi dagana 17. og 18. október.