fimmtudagur, 17. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fagráð dregur í land

29. febrúar 2012 kl. 12:59

Fyrsti fundur fagráðs í fundaröð vetrarins verður haldinn í Fáki. Þar gefst fólki á að setja fram hugmyndir að breyttu skipulagi kynbótadóma.

Hugmyndir um breytingar á kynbótadómum ræddar í fundaferð

Yfirlýsing Fagráðs í hrossarækt vegna kynbótasýningar á landsmóti í Reykjavík sumarið 2012.

Allt frá fyrstu umræðu fagráðs í hrossarækt um kynbótasýningar á LM 2012 hafa forsendur og markmið verið skýr:
1 Ekki er vilji fyrir að sleppa dómum á landsmóti, áfram skulu hrossin dæmd og verðlaunast í samræmi við dóma á mótinu.
2 Ekki er vilji fyrir að fækka hrossum. Áfram verði miðað við svipaðan fjölda einstaklingssýndra kynbótahrossa þ.e. um 200 hross.
3 Ekki er ásættanlegt að standa með sama hætti að yfirlitssýningum á LM og tíðkast hefur:
4 Tímamörk þarf að virða.
5 Auglýsingaglugga ræktenda, sem yfirlitssýningin er, þarf að nýta betur.
6 Meira tillit þarf að taka til áhorfenda í þéttri dagskrá.

Verkefni fagráðs hefur verið að taka tillit til allra þessara þátta eins vel og mögulegt væri. Einkum hefur verið hugað að tveimur leiðum til lausnar, annarsvegar að riðnar verði átta ferðir í dómi í stað tíu og yfirlitssýning verði að hluta til riðin á hringvelli.

Á októberfundi fagráðs var málið opnað og sett í ferli kynningar á fundum haustsins. Á desemberfundi fagráðs voru línur lagðar og stefna sett á væntanlega fundi með hrossaræktendum í marsmánuði til frekari umræðna og hugmynda söfnunar varðandi nánari útfærslu. Í framhaldinu fari fram prófun í apríl mánuði á mögulegri útfærslu og hvernig áður nefndum markmiðum verði best náð. Þar verði farið yfir alla verkferla og tímamælingar gerðar. Í prófuninni kæmi einnig skýrt í ljós hvort þessi leið sé fær og hverju hún ætti að geta skilað. 

Ljóst er að okkur hefur borið nokkuð af þeirri leið sem við töldum okkur hafa markað.  Kynning og samráð hefði átt að vera víðtækara og opnara. Gefa þarf frekari tækifæri til að komast að ásættanlegri niðurstöðu, sem þjónar fyrrtöldum tölusettum markmiðum.

Eins og áður sagði er framundan í marsmánuði fundarferð um landið til að ræða málefni hrossaræktarinnar þar verður þetta mál m.a. til umræðu. Vonast fagráð eftir góðri mætingu á fundina og málefnalegri umræðu þar sem fram komi frekari hugmyndir að úfærslum á kynbótahluta landsmótsins með það að markmiði að sýningin rúmist innan tímaramma og verði glæsilegri og áhorfendavænni en nokkru sinni fyrr. 

Fagráð í hrossarækt.