miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fágætir folar

23. apríl 2014 kl. 13:53

Íslensk hross eru á bilinu 350-450 kg.

Litföróttir stóðhestar

Ákveðinn uppgangur er í ræktun litföróttra hrossa en litamynstrið er eitt fágætasta afbrigðið í litaflóru íslenskra hrossa. Fyrir tilstilli og þrautseigju áhugamanna um litförótt hross og erfðabreidd í stofninum var komið í veg fyrir útrýmingu gensins. Kapp er lagt á að ná fram góðum litföróttum ræktunar­gripum til að stuðla að áframhaldandi tilveru litamynstursins hér á landi. Í dag er áætlað að um 1.100 litförótt hross séu lifandi í heiminum í dag. Innan við helmingur þeirra er á Íslandi. Þar af er 21 ógeltur foli. Flestir eru þeir ungfolar.

Í 4. tbl Eiðfaxa, Stóðhestablaðinu, má finna skrá yfir þessa fola.  

Hægt er að gerast áskriftandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is