fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Færeyskur knapi í keppnisbann-

29. febrúar 2012 kl. 14:40

Færeyskur knapi í keppnisbann-

Stjórn Færeyska íslandshestafélagsins hefur sett færeyska hestamanninn Leif Berg í tveggja ára  keppnis- og sýningarbann frá 18. febrúar 2012 til 18. febrúar 2014 vegna árása og hótana á starfsfólk móts þar í landi og fyrir að vanvirða reglur. FEIF var tilkynnt um bannið sem á skv. lögum við um þátttöku í öllum kynbótasýningum, gæðinga- og íþróttakeppnum aðildarlanda FEIF, að er fram kemur í frétt á heimasíðu alþjóðasamtakana.

FEIF heldur skrá yfir þá knapa sem fá viðvörun og bönn vegna brota á reglum á viðburðum aðildarlanda. Listann má nálgast hér.

Fyrir utan Leif Berg er einn knapi í keppnisbanni. Madelen Johanson var sett í samskonar bann vegna umdeildra þjálfunaraðferðir fyrir tæpum tveimur árum síðan.