mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Færeyski hesturinn á Hólum

25. október 2011 kl. 11:48

Færeyskir hestar eru til í mörgum litum, líkt og þeir íslensku.

Aðeins 58 færeysk hross á lífi

Þessa dagana stendur yfir undirbúningsfundur á Hólaskóla fyrir verkefnið Riding Native Nordic Breeds. Þar mun meðal annarra flytja fyrirlestur Anna Louisa Joansen, forsvarsmaður félagsins "Foroyska Rossid", sem hefur verið stofnað til að varðveita færeyska hestakynið. Það telur nú aðeins 58 hross.

Á heimasíðu "Foroyska Rossid" eru all ítarlegar upplýsingar um hestakynið og sögu þess. Það er talið hafa borist til eyjanna á áttundu öld. Án efa er það all skylt íslenska hestakyninu, en færeyski hesturinn er þó minni, um 120 til 130 sentimetrar á stöng.