mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fær Diddi uppreisn æru?

28. júní 2012 kl. 10:35

Fær Diddi uppreisn æru?

„Stakkur er í feiknagóðu formi og mikið upplagður. Nú mun ég mæta með sterkt efni í hnakknum, þannig að ekkert slitni,“ segir Sigurbjörn Bárðason í viðtali við Eiðfaxa í vor. Ekki er laust við að hann ætli sér ákveðna uppreisn æru eftir hrakfarir í úrslitum á síðasta Landsmóti, þegar ístaðsól slitnaði í hita leiksins. Sigurbjörn og Stakkur urðu að sætta sig við sjötta sæti eftir að hafa verið í öðru sæti í undanrásum.

Sigurbjörn sparar ekki stóru orðin þegar umræðan beinist að hinum sextán vetra gamla höfðingja: „Stakkur er einhver stórbrotnasti gæðingur sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Hann á sér engan líkan og er ekki samanburðarhæfur við nokkra hesta. Hann er með stórbrotna lund, gífurlegt rými og afkastagetan er gríðarleg. Hann býr yfir einhverjum mesta hreinleika gangskila sem ég hef kynnst,“ sagði Diddi um Stakk sem stendur nú efstur hesta í milliriðli en þeir fengu 8,73 í einkunn fyrir kröftuga sýningu.

Staðan í hléi:

 1. Sigurbjörn Bárðarson Stakkur frá Halldórsstöðum 8,73
 2. Sigursteinn Sumarliðason Grunnur frá Grund II 8,58
 3. Sigurður Vignir Matthíasson Hringur frá Fossi 8,56
 4. Hinrik Bragason Sturla frá Hafsteinsstöðum 8,55
 5. Sólon Morthens Frægur frá Flekkudal 8,54
 6. Hans Þór Hilmarsson Lotta frá Hellu 8,53
 7. Berglind Rósa Guðmundsdóttir Nói frá Garðsá 8,49
 8. Súsanna Ólafsdóttir Óttar frá Hvítárholti 8,48
 9. Eyjólfur Þorsteinsson Kraftur frá Efri-Þverá 8,47
 10. Magnús Bragi Magnússon Vafi frá Ysta-Mói 8,43
 11. Mette Mannseth Seiður frá Flugumýri II 8,41
 12. Guðmundur Björgvinsson Gjöll frá Skíðbakka III 8,38
 13. Vignir Siggeirsson Þröstur frá Hvammi 8,38
 14. Elvar Þormarsson Skuggi frá Strandarhjáleigu 8,32
 15. Þórdís Erla Gunnarsdóttir Trostan frá Auðsholtshjáleigu 8,27
 16. Höskuldur Jónsson Svali frá Sámsstöðum 8,20
 17. Viðar Ingólfsson Már frá Feti 8,12
 18. Atli Guðmundsson Frakkur frá Langholti 0,00