þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eyjólfur á toppinum

20. febrúar 2015 kl. 18:57

Eyjólfur Þorsteinsson.

Góð ákvörðun að hvíla Hlekk.

„Það er mjög gaman að hitta alla, sýna sig og sjá,“ segir Eyjólfur Þorsteinsson sem var að vonum í skýjunum eftir góða frammistöðu sína á World tolt í dag. Hann er m.a. efstur inn í úrslit í fimmgangi á Oliver frá Kvistum eftir glæsilega sýningu í kvöld.

Hann segir þátttöku á World Tolt ólík því að keppa í Meistaradeild. „Hér er meira að gerast, fleiri keppnisgreinar og ég með marga hesta,“ segir Eyjólfur sem teflir fram þremur hestum á mótinu.

Eyjólfur tók hins vegar ákvörðun um að mæta ekki á Hlekk frá Þingnesi eins og til stóð. „Það var skráning á þetta mót í október og ég skráði hann til að eiga að minnsta kosti séns að mæta með hann. En þegar ég byrjaði að þjálfa Hlekk ákvað ég fljótlega að geyma það að mæta með hann á mót. Mér fannst það ósanngjarnt að koma með hann út og fara strax að koma honum í keppnisgír. Enda held ég að það sé hollt fyrir okkur Hlekk að gefa okkur tímann í stað þess að gera meira en við þurfum núna,“ segir Eyjólfur sem fær hins vegar enga hvíld um helgina enda nú þegar búin að tryggja sér þátttöku í úrslitum tveggja keppnisflokka.