fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eyjólfur og Kraftur í öðru sæti

7. ágúst 2013 kl. 14:21

Kraftur frá Efri-Þverá og Eyjólfur Þorsteinsson

Eyjólfur Þorsteinsson og Kraftur frá Efri-Þverá eru í öðru sæti með 7.13 sem stendur

Eyjólfur Þorsteinsson og Kraftur frá Efri-Þverá voru rétt í þessu að ljúka sinni sýningu í fimmgangi. Þeir hlutu einkunnina 7.13, sem þýðir annað sætið sem stendur. Töluvert misræmi var í dómnum á Eyjólfi og Kraft, en þeir hlutu hæst 7.3 en lægst 6.7. Áhorfendastúkurnar létu vel í sér heyra og virtust áhorfendur vera mjög ánægðir með sýningu Eyjólfs og Krafts.

Nú er þriðja holli lokið en í fjórða holli eru tveir Íslendingar, þeir Jakob Svavar með Al frá Lundum og Haukur Tryggvason með Hettu frá Ketilsstöðum.

Hérna eru efstu fimm knapar og hestar þegar þriðja holli er lokið :

01: Sigursteinn Sumarliðason [IS] - Skuggi frá Hofi I [IS2005177785]   7,30  
PREL 7,4 - 7,4 - 7,1 - 7,2 - 7,3 

02:  Eyjólfur Þorsteinsson [WC] [IS] - Kraftur frá Efri-Þverá [IS2002155250]   7,13  
PREL
7,1 - 7,2 - 7,1 - 6,7 - 7,3 

03: Fredrik Rydström [DK] - Hrekkur från Hålåsen [SE2000103623]   6,97   
PREL
6,9 - 7,0 - 6,9 - 7,0 - 7,1 

04: Anne Sofie Nielsen [DK] - Örn frá Efri-Gegnishólum [IS2003187767]   6,73          
PREL 6,6 - 6,8 - 6,7 - 6,8 - 6,7

05: Dörte Mitgau [DE] - Ilmur von Ellenbach [DE1999263816]6,70
PREL 6,9 - 6,4 - 6,8 - 7,1 - 6,1