mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eyjólfur og Komma sigruðu opna Bautamótið

20. febrúar 2011 kl. 11:17

Eyjólfur og Komma sigruðu opna Bautamótið

Eyjólfur Þorsteinsson á Kommu frá Bjarnanesi sigraði tíunda Opna Bautamótið í tölti lauk í gærkvöldi í Skautahöllinni á Akureyri.  Mikil þáttaka var í mótinu en tæplega 90 hross mættu til leiks og rúmlega 80 knapar.  Frábær hross öttu kappi í úrslitum og baráttan var hörð um verðlaunasæti.  Sölvi Sigurðarson reið tveimur hrossum í úrslit og dró til baka Gust frá Halldórsstöðum sem einnig hafði keppnisrétt þar. 

Úrslit kvöldsins voru eftirfarandi:

1. Eyjólfur Þorsteinsson og Komma frá Bjarnanesi 7,79
2. Árni Björn Pálsson og Fura frá Enni 7,63
3. Sölvi Sigurðarson og Ögri frá Hólum 7,54
4. Þorbjörn Hr. Matthíasson og Íma frá Akureyri (upp úr B-úrsltinum) 7,00
5. Guðmundur Karl Tryggvason og Þruma frá Akureyri 6,88


6. Anna Rebecka Wohlert og Hlýja frá Hvítanesi 6,79
7. Eyrún Ýr Pálsdóttir og Hreimur frá Flugumýri II 6,46
8. Stefán Friðgeirsson og Saumur frá Syðra-Fjalli 6,42
9. Tryggvi Björnsson og Blær frá Hesti 6,17