fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eyjólfur og Klerkur sigruðu Stjörnutölt

20. mars 2011 kl. 00:57

Eyjólfur og Klerkur sigruðu Stjörnutölt

Eyjólfur Þorsteinsson og Klerkur frá Bjarnarnesi sigruðu Stjörnutölt sem var haldið í Skautahöllinni á Akureyri á laugardagskvöld.

Keppendur voru firnasterkir og stemningin mikil. Úrslit voru æsispennandi en á eftir Eyjólfi og Klerki hlutu þeir Sigurður Sigurðarson á Glæðu frá Þjóðólfshaga og Árni Björn Árnason á Furu frá Enni, sömu einkunn og varð að varpa hlutkesti til að ákvarða sætaröðun þeirra. Stjörnutöltssigurvegari frá því í fyrra, Barbara Wenzl og Dalur frá Háleggsstöðum urðu í fjórða sæti.

Hér eru úrslit kvöldsins.

A úrslit                
1. Eyjólfur Þorsteinsson og Klerkur frá Bjarnarnesi -  8.21
2. Sigurður Sigurðarson og Glæða frá Þjóðólfshaga - 7.75
3. Árni Björn Pálsson og Fura frá Enni - 7.75
4. Barbara Wenzl og Dalur frá Háleggsstöðum - 7.71
5. Tryggvi Björnsson og Júpiter frá Egilsstaðabæ - 7.17                        

B úrslit                
1. Tryggvi Björnsson og Júpiter frá Egilsstaðabæ - 7.42
2. Sölvi Sigurðarson og  Nanna frá Halldórsstöðum - 7.33
3. Guðmundur Karl Tryggvason og Þruma frá Akureyri  - 7.13
4. Baldvin Ari Guðlaugsson og Blær frá Kálfholti - 6.67
5. Óskar Sæberg og  Fálki frá Ríp - 6.58