mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eyjólfur og Hlekkur fjórgangsmeistarar

6. maí 2012 kl. 13:13

Eyjólfur og Hlekkur fjórgangsmeistarar

Eyjólfur Þorsteinsson sigraði nokkuð örugglega fjórgangskeppni Meistaraflokks á Hlekk frá Þingnesi. Sýning þeirra á stökki var dómurum að skapi, fékk þar 9,5 frá þremur dómurum.

Hlekkur er afar jafnvígur klár, undan Aðli frá Nýjabæ og Gátu frá Þingnesi, fyrstu verðlaunar keppnishryssa sem Eyjólfur sýndi einmitt á sama velli fyrir nokkrum árum. Spurning hvort Hlekkur þessi sé heimsmeistaramóts kandídat Eyjólfs í Berlín að ári?

Friðdóra Friðriksdóttir reif sig úr B-úrslitasætinu í það annað og Fanney Guðrún Valsdóttir varð Reykjavíkurmeistari.
 
1   Eyjólfur Þorsteinsson / Hlekkur frá Þingnesi 7.97
2   Friðdóra Friðriksdóttir / Jór frá Selfossi 7.33
3-4   Fanney Guðrún Valsdóttir / Fókus frá Sólheimum 7.3
3-4   Jakob Svavar Sigurðsson / Asi frá Lundum II 7.3
5   Hulda Gústafsdóttir / Sveigur frá Varmadal 7.27
6   Snorri Dal / Gustur frá Stykkishólmi 7.1