fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eyjólfur og Friðdóra eru Íþróttamenn Sörla 2011

31. október 2011 kl. 11:23

Eyjólfur og Friðdóra eru Íþróttamenn Sörla 2011

Magnús Sigurjónsson er nýr formaður hestamannafélagsins Sörla.

Hann var kjörinn formaður á 67. aðalfundi félagsins sl. fimmtudag.

Afreksknapar og ræktendur voru verðlaunaðir fyrir árangur á liðnu starfsári. Heimsmeistarinn Eyjólfur Þorsteinsson er Íþróttamaður Sörla 2011 og Friðdóra Friðriksdóttir Íþróttakona Sörla 2011. Þá hlaut Daníel Ingi Smárason viðurkenningu fyrir frábæran árangur í skeiðkeppnum.

Einnig voru eigendur hæst dæmda hross ræktað af félaga verðlaunaðir af kynbótanefnd. Verðlaunin hlutu Smári Adolfsson og Elín Bjarnadóttir en þau ræktuðu hryssuna Hörku frá Svignaskarði. Helgi Jón Harðarsson hlaut kynbótabikar Lávarðadeildar Sörla, fyrir hryssuna Hrund frá Ragnheiðarstöðum. Þá hlutu Snorri Kristjánsson viðurkenningu fyrir að hafa ræktað Arð frá Brautarholti sem er hæst dæmdi hestur sem ræktaður hefur verið af Sörlafélaga. Jón Benjamínsson fékk svokallaðan Lávarðabikar fyrir að eiga hæst dæmda hestinn, Blysfara frá Fremra-Hálsi, sem hefur reyndar hlotið sömu einkunn og Arður og er jafnframt sonur hans.

Einnig var mótanefnd Sörla veitt verðlaun en hún þótti skara frammúr fyrir velunnin störf sl. ár.