sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eyjólfur með reiðnámskeið í Króki

14. janúar 2013 kl. 10:57

Eyjólfur Ísólfsson á Rás frá Ragneiðarstöðum á LM2002 á Vindheimamelum.

Áhugasamir geta keypti miða í stúku og fylgst með kennslunni í þrjá daga.

Eyjólfur Ísólfsson verður með þriggja daga reiðnámskeið í reiðhöllinni á Króki í Ásahreppi 18. til 20. janúar, eða um næstu helgi. Námskeiðið er jafnframt sýnikennsla og geta áhugasamir keypt miða í stúku alla dagana. Níu nemendur taka þátt í námskeiðinu á hestum og fá þeir bæði verklega og bóklega kennslu. Nánar verður greint frá námskeiðinu í vikunni.

Þess má geta að ný kennslumynd með Eyjólfi kom út nú fyrir jólin og er hún þriðja myndin í seríu sem nefnist Á hestbaki. Í myndinni er meðal annars sýnt hvernig auðveldlega má kenna hesti að verða við ábendingum knapans án beislis og méla, meðal annars að bakka og stöðva. Einnig er farið rækilega í ásetuæfingar og líkamsbeitingu knapans.