sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eyjólfur íþróttakarl Hafnarfjarðar 2011

30. desember 2011 kl. 12:15

Eyjólfur íþróttakarl Hafnarfjarðar 2011

Eyjólfur Þorsteinsson var í gær kjörinn íþróttakarl Hafnafjarðar við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu við Strandgötu í gærkvöldi.

Afrek Eyjólfs í ár eru fjölmörg. Hann varð m.a. heimsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum og silfurverðlaunahafi í slaktaumatölti á Ósk frá Þingnesi, þá urðu þau Íslandsmeistarar í slaktaumatölti. Hann sigraði bæði KS-deildina og KEA-mótaröðina, stjörnutölt á Akureyri, Opna Bautamótið og svo mætti lengur telja. Eyjólfur var einnig valinn íþróttamaður Sörla fyrr í vetur.

Eiðfaxi óskar afreksknapanum og íþróttakarlinum Eyjólfi til hamingju með titilinn og glæsilegan árangur í ár!

Þessu tengt:
Þakkar unnustunni góðan árangur