miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eyjólfur Ísólfsson á Íslandi

17. janúar 2013 kl. 13:35

Eyjólfur Ísólfsson varð Landsmóts- og Íslandsmeistari í tölti á Rás frá Ragnheiðarstöðum árið 2002.

Eyjólfur Ísólfsson, tamningameistari og reiðkennari, með þriggja daga reiðnámskeið og sýnikennslu á Króki í Ásahreppi

Eyjólfur Ísólfsson, tamningameistari og reiðkennari, mun halda þriggja daga reiðnámskeið og sýnikennslu á Króki í Ásahreppi um helgina, 16.-18. janúar. Þetta er einstakt tækifæri fyrir íslenskt áhugafólk um tamningar og reiðmennsku, þar sem Eyjólfur starfar eð mestu erlendis.

Níu knapar taka þátt í námskeiðinu og stendur dagskráin frá því klukkan 08.15-08.30 á morgnana og til 16.00-17.25 síðdegis. Knaparnir eru með hesta á mismunandi tamninga- og þjálfunarstigum og mun Eyjólfur skoða hvern þátttakanda fyrir sig og leiðbeina síðan í framhaldi af því. Námskeiðið er opið fyrir áhorfendur, sem geta fylgst með allri dagskránni og tekið þátt í bóklegum tíma. Miðinn fyrir áhorfendur kostar 2500 krónur fyrir alla dagana. Sýnikennsla á laugardag innifalin.

Klukkan 16.00 á laugardag verður sérstök sýnikennsla fyrir áhorfendur þar sem "valdir kaflar" verða teknir fyrir. Miðinn á sýnikennsluna kostar einnig kr. 2500.-  Enginn "posi" er á staðnum svo greiða þarf með reiðufé. Áhorfendum er bent á að taka með sér "norparann" ef kalt er í veðri og menn ætla að sitja lengi, þar sem reiðhöllin er ekki upphituð.

Dagskrá reiðnámsskeiðsins er þessi:

Föstudagur:

08.15 – 08.55   1. knapi
09.00 – 09.40   2. knapi
09.45 – 10.25   3. knapi
10.30 – 11.10   4. knapi
11.15 – 11.55   5. knapi

12.00 – 12.45  Hádegishlé.

12.50 – 14.15  Bóklegt, sameiginlegt fyrir alla knapa og áhorfendur.

14.30 – 15.10   6. knapi
15.15 – 15.55   7. knapi
16.00 – 16.40   8. knapi
16.45 – 17.25   9. knapi

Laugardagur:

08.30 – 08.55   1. knapi
09.00 – 09.25   2. knapi
09.30 – 09.55   3. knapi
10.00 – 10.25   4. knapi
10.30 – 10.55   5. knapi
11.00 – 11.25   6. knapi
11.30 – 11.55   7. knapi
12.00 – 12.25   8. knapi
12.30 – 12.55   9. knapi

13.00 – 14.00  Hádegishlé.

14.00  Fundur, undirbúningur fyrir sýnikennslu.

16.00 Sýnikennsla, sem byggir á þatttöku nemanda á námskeiðinu.


Sunnudagur.

08.30 – 08.55   9. knapi
09.00 – 09.25   8. knapi
09.30 – 09.55   7. knapi
10.00 – 10.25   6. knapi
10.30 – 10.55   5. knapi
11.00 – 11.25   4. knapi
11.30 – 11.55   3. knapi
12.00 – 12.25   2. knapi
12.30 – 12.55   1. knapi

13.00 – 13.45  Hádegishlé.

13.45 – 16.00  Hver knapi fær tækifæri til að tala við kennarann (Coaching) ca. 15 min. pr. knapa.

16.00  Námskeiðslok.