fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eyja troðfull af hestum og tækifærum

28. febrúar 2014 kl. 17:46

Olil og Álfhildur

Olil Amble í 2. tölublaði Eiðfaxa

Olil Amble flutti hingað til lands 17 ára gömul með það fyrir augum að leggja hestamennskuna fyrir sig. Hún hefur verið hér síðan. „Líf mitt er hér. Ég var krakki þegar ég kom hingað og er búin að vera mikið lengur á Íslandi en í Noregi. Í dag hefði þetta kannski æxlast öðruvísi, nú eru miklu fleiri tækifæri í boði úti fyrir áhugasama reiðmenn og hægt er að lifa á hestamennskunni þar líka. En þá kom ekki annað til greina en að fara til Íslands, þetta var eyja troðfull af hestum og tækifærum.”

Viðtal við tamningakonuna og hrossaræktandann Olil Amble má nálgast í 2. tölublaði Eiðfaxa. Blaðið berst áskrifendum í næstu viku en hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is.