sunnudagur, 16. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eyðublöð vegna heimaeinangrunar hjá mast.is

14. september 2010 kl. 17:19

Eyðublöð vegna heimaeinangrunar hjá mast.is

Nú þegar útflutningur hefur verið opnaður að nýju er rétt að minna hrossaræktendur og seljendur á reglur um heimaeinangrun sem settar...

hafa verið sem skilyrði fyrir útflutningi.
Við þær sjúkdómsaðstæður sem nú ríkja þarf að halda fyrirhuguð útflutningshross í einangruðum hópum heima á bæjunum, í nokkurs konar heimaeinangrun, í a.m.k. 30 daga fyrir útflutning (60 daga við flutning til USA). Einangrunin og eftirlit með hrossunum verður á ábyrgð eigenda eða umráðamanns og til frekara öryggis skal einangrunaraðstaðan og heilbrigði hrossanna metið af dýralækni áður en þau eru send af stað til útflytanda. Yfirlýsing eiganda/umráðamanns og viðkomandi dýralæknis um að hrossin séu einkennalaus og að reglum um einangrun hafi verið fylgt skulu fylgja með hverju hrossi til útflytjanda og áfram til héraðsdýralæknis á sérstökum eyðublöðum. Eyðublöðin er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar og hjá útflytjendum og á þeim er nánari lýsing á reglum um einangrunina.
Ekki er skylda að taka út aðstöðu til heimaeinangrunar fyrirfram, en þó er æskilegt að gera það til að ekki verði gerðar athugasemdir við hana síðar. Ábyrgðin er fyrst og fremst lögð á hrossabændur, sem undirrita yfirlýsinguna. Héraðsdýralæknir Gullbringu- og Kjósarumdæmis veitir allar nánari upplýsingar.

Eyðublað vegna heimaeinangrunar má sækja með því að smella hér.  

fhb.is