fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Evrópumót á ís-Video

20. mars 2011 kl. 22:28

Evrópumót á ís-Video

Evrópumót á ís var haldið í Haarlem í Hollandi um helgina. Frauke Schenzel sigraði í tölti á hesti úr eigin ræktun, Tígli vom Kronshof með einkunnina 8,22. Christina Dittrich sigraði tölt T2 (slaktauma tölt) á fyrrverandi keppnishesti Sigurðar Sigurðarsonar, Herði frá Eskiholti II með einkunnina 7,44. Fimmganginn sigraði Styrmir Árnason á Hrana vom Schloßberg, sem er undan  Hlyn frá Kjarnholtum og Frauke Schenzel á Naglasyninum Fannar frá Kvistum, en þau urðu jöfn með einkunnina 7.50 -  Styrmir var dreginn sigurvegari en Frauke fékk Feather Prize fyrir fallega reiðmennsku.
100 hross tóku þátt í mótinu en áhorfendur voru um 3000.

Myndir og video er fengið hjá www.isibless.de