mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Estrógenið flæðir

1. júlí 2014 kl. 16:30

Kvenskörungarnir Hrefna María Ómarsdóttir, Olil Amble og Fanney Guðrún Valsdóttir

Konurnar slá í gegn á kynbótabrautinni.

Oft er talað um að hestamennska sé kvennasport, en karlar hafa þó ávallt verið í miklum meirihluta sýnenda kynbótahrossa. Það vekur því talsverða athygli að knapar efstu hryssa í kynbótadómi eru allar konur.

Í elsta flokki er það Hrefna María Ómarsdóttir sem sýnir Kolku frá Hákoti, Olil Amble ræktar og sýnir Álfhildi frá Syðri-Gegnishólum í flokki 6 vetra hryssna og Fanney Guðrún Valsdóttir sýndi Sif frá Akurgerði II í morgun í hæsta dóm 5 vetra hryssna.