fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Erum við á réttri leið í hrossaræktinni?

3. mars 2011 kl. 12:13

Erum við á réttri leið í hrossaræktinni?

"Erum við á réttri leið í hrossaræktinni og hvert stefnum við, er nóg nýliðun í hestamennsku, eru markaðsmálin í steik eða góðum málum (málsverðum)? Þessar spurningar og fleiri munu frummælendur á fundinum um hrossarækt og hestamennsku svara í kvöld en fundurinn er í Reiðhöllinni í Víðidal og hefst kl. 20:30."

Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur, Haraldur Þórarinsson, formaður LH og Sigbjörn Björnsson, varaformaður Félags hrossabænda eru frummælendur á fundi um hrossarækt og hestamennsku sem fram fer í kvöld hjá Fáki.
 
Fákur hvetur alla hestamenn til að mæta og mun bjóða gestum upp á léttar veitingar.