þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eru vikurvellir barn síns tíma?

30. ágúst 2014 kl. 15:37

Hvammsvöllur í Víðidal

Vallaraðstæður á Íslandsmóti þóttu til fyrirmyndar.

Vallaraðstæður á Hvammsvelli voru til fyrirmyndar á Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem haldið var á félagsvæði Fáks í Reykjavík. Nýtt undirlag var sett  á völlinn skömmu fyrir mót og var það mat keppenda að völlurinn væri mjúkur og þæginlegur.

„Gamla undirlagið var orðið leiðinlegt. Það var mikið riðið á vellinum og vikurinn orðinn slæmur. Það fór af stað umræða um að finna nýtt efni og var tekin ákvörðun um að nota sama efni notað er í reiðvegina og er fólk ánægt með það” segir Hjörtur. Knapar mótsins lýstu yfir ánægju með efnið.

Grein um vallaraðstæður má nálgast í 8. tölublað Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.