miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ert þú viðbúin(n) að bregðast rétt við bráðaatviki?

8. október 2013 kl. 10:23

Bráðaskólinn heldur námskeið í Spretti

Bráðaskólinn býður í samvinnu við Hestamannafélagið Sprett upp á Bráðahjálp barna og fullorðinna sniðið að þörfum hestamanna. Námskeiðið verður haldið í gamla félagsheimili Spretts, Andvaramegin, að Hattarvöllum 1, miðvikudaginn 6. nóv frá kl. 17-22. Námskeiðið er í boði fyrir alla hestamenn óháð félagsaðild og er markmið námskeiðsins að undirbúa hestamenn fyrir það, ef þeir verða fyrstir á slysstað í hestamannahverfinu.

Efni námskeiðs:
• Endurlífgun barna, ofkæling/drukknun, aðskotahlutur í öndunarvegi, öndunarerfiðleikar.
• Endurlífgun fullorðinna, notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja, (AED), hjartaáfall, bráðaofnæmi.
• Slys áverkar og lost, áverkaskoðun, áverkar á hrygg og háls.
• Minni skaðar s.s. beinbrot, blæðingar, augnskaðar, brunar og fl.

Kennsluform: Kennt er í 6-8 manna hópum.
Lesefni: Kennsluglærur eru sendar á þátttakendur við staðfestingu á greiðslu þátttökugjalds.
Skráning: skraning@bradaskolinn.is fyrir 24.10 2013
Hámarksfjöldi: 32 manns.
Verð: 11.000 kr á þátttakanda.