sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Erlingur til Svíþjóðar

17. janúar 2015 kl. 17:00

Frakkur frá Langholti, knapi Erlingur Erlingsson

Tók sér frí frá stórmótum.

Erlingur Erlingsson var um árabil einn fremsti kynbóta­knapi landsins en flutti til Noregs fyrir nokkrum árum. Síðasta Landsmót var það fyrsta í tuttugu ár sem Erlingur var ekki knapi á en í samtali við Eiðfaxa fannst honum kominn tími til að taka sér frí frá stórmótum.

Erlingur hefur sýnt þrjú hross yfir níuna fyrir hæfileika, þau Frakk frá Langholti, Tenór frá Túnsbergi og Bringu frá Feti, en samkvæmt ættbókinni hefur hann alls sýnt hross tæplega ellefu hundruð sinnum. Margir tengja Erling helst við frábærar sýningar 4 vetra hrossa en hann sýndi meðal annars Álf frá Selfossi, Björk frá Litlu-Tungu og Hátíð frá Úlfsstöðum í frábærar einkunnir 4 vetra gömul.

Erlingur hefur flutt sig um set og er nú við tamningar í Svíþjóð á búgarðinum Segersgården en þangað er um klukkustundar akstur frá Stokkhólmi.