laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Erlingur í Noregi

15. febrúar 2012 kl. 11:21

Erlingur í Noregi

Fátt hefur heyrst af afdrifum Erlings Erlingssonar í Noregi en í nýútkomnu tölublaði norska hestatímaritsins Islandshest forum er tveggja opnu viðtal við kappann sem nú hefur komið sér vel fyrir í Løland í Lindesnes í suðurhluta Noregs, þar sem hann býr með Elin Johanssen. Þar eru þau nýbúin innrétta átta stíur í gömlu fjósi og segir í viðtalinu ætli að hafa um 8-10 hesta í þjálfun í einu, til að geta sinnt þeim skikkanlega.

Hann segir í ennfremur að sér hugnist veðurfarið í Noregi, sé ánægður með staðsetningu nýrra heimkynna, bæði sé stutt að fara til meginlandsins og Íslands. Þarna sé jafnframt góðir reiðvegir og allar aðstæður til fyrirmyndar, eina sem skorti er reiðhöll sem hann hyggst reisa í bráð.

Erlingur og Elin halda úti heimasíðu kringum starfsemi sína og má nálgast hana hér.