þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Erlingur er ekki að flytja heim

odinn@eidfaxi.is
1. apríl 2014 kl. 10:45

Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum vakti athygli fyrir léttleika og káta lund. Knapi Erlingur Erlingsson.

Er ekki að kaupa á jörð á suðurlandi.

Eftirfarandi frétt er uppspuni og er aprílgabb þó svo að margir hafi fagnað því að stórknapinn Erlingur Erlingsson væri á heimleið.

Hin þekkti kynbótaknapi Erlingur Erlingsson hefur ásamt norskum fjárfesti fest kaup á jörðinni Fákshólum í Ásahrepp. Í samtali við Eifaxa sagði Erlingur að á Fákshólum er aðstaða öll hin glæsilegasta, hesthús fyrir um 45 hross í eins hesta stíum og stór reiðhöll. Íbúðarhús er mjög veglegt og frábærar útreiðaleiðir. „Þetta er draumastaður til að stunda tamningar stutt frá þjóðvegi en samt í ró og næði sveitarinnar“ sagði Erlingur að lokum og bætti við að hann væri spenntur að koma aftur heim í vorblíðuna. Erlingur mun þó áfram kenna á námskeiðum í Evrópu með fram tamningum hér heima.

Erlingur hefur oft sýnt hvers hann er megnugur í kynbótabrautinni en hann sýndi meðal annars Björk frá Litlu-Tungu og Álf frá Selfossi fjögurra vetra gömul í mjög háan dóm. Erlingur mun þó áfram stefna með Herjólf frá Ragnheiðarstöðum á HM í Danmörku en hann verður í þjálfun í Noregi undir handleiðslu Erlings.