þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Erfiðar aðstæður á kynbótabrautinni

30. júní 2014 kl. 09:44

Erla frá Halakoti í sýningu í morgun, knapi er Árni Björn Pálsson.

Erla frá Halakoti með hæstu einkunn morgunsins.

 

Þær voru glæsilegar, sýningar nokkurra 6 vetra hryssna í kvöldsólinni í gær fyrir framan fjölda gesta.

Í dag horfir allt öðruvísi við, kynbótavöllurinn er rennblautur og aðeins fáeinir harðkjarna áhorfendur í brekkunni.  Í dag fara fram dómar á 6 vetra hryssum, en svo taka 5 vetra hryssur við kl. 19. Í morgun hefur aðeins ein hryssa haldið sínum upphaflegri einkunn en í gær heyrði það til undantekninga ef hross lækkuðu í einkunn.

Hæstu einkunn morgunsins hefur hlotið Erla frá Halakoti, 8.31 í aðaleinkunn. Erla var hæst dæmda 5 vetra hryssa síðasta ár, og hæst dæmda 4 vetra hryssa árið 2012.

 

IS2008282451 Erla frá Halakoti
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Sköpulag: 8,0 - 9,0 - 8,5 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 8,0 - 7,5 = 8,23
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 = 8,37
Aðaleinkunn: 8,31      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 7,5