sunnudagur, 16. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Er þetta faraldur Haraldur??

18. maí 2010 kl. 15:30

Er þetta faraldur Haraldur??

Þegar hitasóttin fræga geisaði um íslenska hestaheiminn árið 1998 fékk sjónvarpið áhuga á málinu og gaf því gaum í fréttaþætti. Í umfjölluninni um málið var tekið viðtal við Harald Haraldsson framkvæmdastjóra hestamannafélagsins Fáks til margra ára. Í niðurlagi viðtalsins er sagt að dottið hafi út úr fréttamanninum, sem var þungt hugsi og var að vanda sig, skemmtilegur orðaleikur sem flaug svo eins og eldur í sinu um landið allt. Það sem fréttamaðurinn sagði var: Er þetta faraldur Haraldur??!!