miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Vil helst ekki hugsa til mánudagsins"

7. ágúst 2019 kl. 10:45

Olil Amble

Viðtal við Olil Amble að sýningu lokinni í forkeppni

 

Eins og áður hefur komið fram er það Olil Amble sem leiðir í forkeppni í fimmgangi, að loknum fyrstu tveimur hollum en alls eru þau sex.

Ennþá eiga þrír keppendur eftir að keppa fyrir íslandshönd í fimmgangi þau Gústaf Ásgeir, Glódís Rún og Ylfa Guðrún, en þær Ylfa og Glódís eru ungmenni.

Olil og Álfarinn áttu frábæra sýningu sem einkenndist af öryggi og nákvæmu samspili, einkunn þeirra 7,53. Ennþá eiga eftir að mæta til keppni sterkir keppendur eins og t.d. Frauke Schenzel en það verður að teljast ansi líklegt að þessi einkunn dugi til þess að komast í a-úrslit.

Blaðamaður Eiðfaxa hitti Olil og ræddi við hana um Álfarinn, sýninguna og það hvernig Álfarinn hefur tekið breyttum aðstæðum.

Viðtalið við Olil má nálgast með því að smella á vefslóðina hér fyrir neðan.

https://youtu.be/AybiKrLGDZM