sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Er aganefnd starfi sínu vaxin?

12. júní 2015 kl. 14:49

Guðröður Ágústsson og Hnöttur frá Valþjófsstað 2

Aðsend grein frá Guðröði Ágústssyni.

Á Vormóti Léttis á Akureyri 30-31. maí gerðist það að ég, Guðröður Ágústsson mætti of seint í úrslit í fimmgangi.  Sein mæting, er túlkuð sem „ekki mættur“ ,  ég boðaði ekki forföll og biðst ég afsökunar á því.  Mótstjórn fylgdi reglum L.H., bannaði frekari þáttöku í þessu móti, strikaði út árangur og gaf mér ígildi rauðs korts sem setti mig í keppnisbann. 

Eftir fund með yfirdómnefnd mótsis var ég úrskurðaður í 2 vikna keppnisbann samkvæmt reglu 8.4.8 sem breytt var á Landsþinginu 2014 í að ef knapar mæta ekki í úrslit skulu þeir í 2ja vikna bann og strikast allur árangur mótsins út. 

Hér má sjá þessa reglu (sjá , http://www.hidi.is/uploads/5/0/6/7/5067893/lagabreytingar2015.pd)f:

8.4.8 dregið til baka úr keppni.

Á mótum þar sem ekki keppa lið er gengið út frá því að knapi og hestur séu heilbrigðir og tilbúnir til þátttöku nema annað sé tilkynnt sérstaklega, að minnsta kosti einni klukkustund áður en fyrstu úrslit í viðkomandi grein hefjast. Eftir þau tímamörk er einungis unnt að draga sig til baka úr úrslitum liggi fyrir staðfesting dýralæknis eða læknis á veikindum eða heltihestsins eða knapa þegar við á. Að öðrum kosti strikast allur árangur knapans út af mótinu og hann dæmist í tveggja vikna keppnisbann er hefst á mánudegi eftir að móti lýkur.

Málið fór að venju fyrir aganefnd og aganefndin lengdi  dóm yfirdómnefndar Vormótsins í 4 vikur þrátt fyrir að í lögum standi að ég eigi að fá 2 vikur og að yfirdómnefnd Vormótsins hafi dæmt mig í 2 vikna bann.

Í lögum L.H. segir einnig

2.7 Andmæla og agareglur

2.7.1 Almennar grundvallarreglur

1. Ákvarðanir teknar af aganefnd FEIF og agadómstól FEIF varðandi áfrýjanir og dóma eru endanlegir.  

2. Að svo miklu leyti sem valdsvið hennar nær er ákvörðun yfirdómnefndar endanleg.

Formaður aganefndar hafði samband símleiðis og eftir það símtal, varð ég enn meira hissa.  Hann sagði að ef yfirdómnefnd mótsins hafi ekki viljað að ég færi í 4 vikna bann, hefðu þau ekki átt að senda inn mótaskýrsluna, eins segir hann að úr því að mér var gefið rautt spjald þá jafngildir það 4 vikna banni, þannig sé hefðin.  Aganefnd hefur ekki sett neinn í keppnisbann vegna þess að knapi mætti ekki til leiks í úrslitum síðan 2013, ári áður en ný lög eru sett á Landsþingi L.H.  Sama dag fékk ég formlega staðfestingu frá aganefndinni  í tölvupósti.

Greinin um rauðaspjaldið sem ég fékk er hér:

2.8.8 Skyldur keppenda

...Ef keppandi er uppvís að því að lítilsvirða mótshald með því að mæta ekki til leiks, án þess að tilkynna forföll með löglegum hætti, jafngildir það rauðu spjaldi. Rétt til að bera fram kæru hefur yfirdómnefnd/framkvæmdanefnd.

Sýni keppandi móti óvirðingu svo sem með því að mæta ekki í úrslit keppnisgreinar án fullgildrar ástæðu, skal hann útilokaður frá verðlaunasæti, þ.e. hann hlýtur ekkert sæti í úrslitum og árangur hans á viðkomandi móti skal strikaður út. Jafngildir það rauðu spjaldi.

Rétt til að bera fram kæru hefur yfirdómnefnd.Yfirdómnefnd móts ber að skera úr um hvort fjarvistir keppenda séu fullgildar.

Jafnframt segir í lögunum:

2.8.9 Kærur

Kærur geta einungis þátttakendur, starfsmenn og dómarar borið fram, en þó ekki síðar en hálftíma eftir mótslok. Kærum skal beina til yfirdómnefndar. Yfirdómnefnd úrskurðar um meðferð kæra strax og þær koma fram. Taki hún kærur til greina, skal kalla hlutaðeigandi aðila fyrir og heyra málsbætur. Yfirdómnefnd kveður strax upp úrskurð sinn í samræmi við 2.6.4.3 og 2.7.9.3. grein agalaga LH.

Kærur þarf að leggja fram skriflega til yfirdómnefndar í síðasta lagi hálftíma eftir mótslok, ásamt tryggingu að upphæð kr. 5000 eða jafnmikið í erlendri mynt. Kærur vegna tímaplans eða framkvæmd keppnisgreina r þarf að leggja fram fyrir upphaf móts eða viðeigandi greinar. Tryggingin er endurgreidd ef viðurkennt er að fullgildar ástæður séu fyrir kærunum.

Hér er verið að vísa í greinar 2.6.4.3 og 2.7.9.3 í Agalögum sem ekki eru til í dag og í mínum huga er það ljóst að notast átti við grein 8.4.8 í Lögum og reglum L.H.

Því spyr ég, er Aganefnd L.H. starfi sínu vaxin? Vissu þeir ekki af þessum breytingum á grein 8.4.8 ?

Hvar stendur það í lögunum að ég hafi átt að fara í 4 vikna bann?

Með kveðju

Guðröður Ágústsson