laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ennþá eru graddarnir fleiri en hryssurnar

10. júní 2011 kl. 11:39

Þrumufleygur frá Álfhólum er einn þeirra fjölmörgu stóðhesta sem sýndir hafa verið á árinu. Knapi John Sigurjónsson.

Fjöldi dóma svipaður og áður

Fyrir yfirlit á þremur síðustu kynbótasýningunum eru 227 komin með lágmarkseinkunn inn á LM2001. Ennþá eru stóðhestar einum fleiri en hryssurnar, eða 114. Hryssurnar eru 113. Allnokkur hross munu bætast við eftir yfirlitssýningar í dag og á morgun.

Fjöldi fullnaðardóma er svipaður og áður á Landsmótsári samkvæmt lauslegri athugun Hestablaðsins, eða 1458. Langflestir dómar eru framdir á Suðurlandi, eða 1103. Á Gaddstaðaflötum 406, á Sörlastöðum 308. Í Víðidal 60. Selfoss 29.

Í öðrum landshlutum er skiptingin svona: Á Mið-Fossum á Vesturlandi 224. Á Vindheimamelum í Skagafirði 182. Á Hvammstanga 65. Á Akureyri 93. Á Dalvík 35. Á Sauðárkróki 27. Stekkhólmi á Héraði 28. Engin kynbótasýning var haldin á svæðinu austan Hellu austur um og norður að Eyjafirði, nema sýningin á Stekkhólma.