sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ennið fram

7. janúar 2011 kl. 15:35

Ennið fram

Í jólablaði Eiðfaxa var meðal annars efnis grein eftir Guðmar Þór Pétursson reiðkennara og tamningamann. Í greininni fjallar Guðmar um íslenskar stangir,..

notkun þeirra og virkni. Greinin er mjög lærdómsrík og hefur hlotið góðar viðtökur lesenda. Í kvöld 07.jan kl. 20:00 heldur Guðmar Þór sýnikennslu í reiðhöll hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ og má segja að sýningin komi í beinu framhaldi arf grein hans í Eiðfaxa en hann mun fjalla um ýmislegt er varðar þjálfun á sýningunni í kvöld.
Eiðfaxi hvetur hestafólk til þess að fjölmenna í Mosó og fylgjast með sýningunni, læra og skemmta sér.