sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ennþá aukning í námskeiðum hjá Fáki

Jens Einarsson
18. febrúar 2010 kl. 10:44

Hestafólk þyrstir í fræðslu

Aukning hefur orðið í námskeiðahaldi hjá Fáki, þrátt fyrir sprengingu í reiðkennslu á síðasta ári. Reiðnámskeið eru haldin í Reiðhöllinni í Víðidal frá klukkan 16.00 til 22.00 alla virka daga. Frá 09.00 til 13.00 laugardaga, og frá 13.00 til 17.00 á sunnudögum. Að aukir leigir Fákur reiðskála í Víðidal tuttugu klukkustundir á viku undir reiðnámskeið. Jón Finnur Hansson, framkvæmdastjóri Fáks, segir að mikil eftirspurn sé eftir fræðslu á meðal hestafólks. Einnig sé mikil ásókn í að koma hrossum í tamningu. Tamningamenn á svæðinu hafi meira en nóg að gera.