miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Enn vinnur Árni

odinn@eidfaxi.is
13. mars 2015 kl. 00:11

Árni og Skíma á glæsitölti.

Tölt Meistaradeildar í Fákaseli í kvöld.

Í  kvöld fór fram geysisterk töltkeppni Meistaradeildar í Fákaseli en hart ver barist fram á síðustu stundu.

Svo fór að Árni Björn á Skímu frá Kvistum sigruðu en sýning þeirra var bæði öguð og fáguð . Í samtali við Eiðfaxa sagði Árni Björn gott að búa að þeirri reynslu sem töltkeppnir undanfarinna missera hafa fært honum og taldi hann sú reynsla hafi hjálpað sér talsvert í kvöld.

Líkt og í fimmgangskeppninni sigraði Hunda Gústavsdóttir hana í kvöld og endurtók leikinn með að enda önnur á eftir Árna og Skímu. 

Þriðji var Ragnar Tómasson á Sleipni en hann kom annar inn í úrslitin en margir töldu hann eiga bestu sýningu forkeppninnar.

Niðurstöður

Tölt T1

A úrslit Meistaraflokkur -

 Nr: 1 Knapi: Árni Björn Pálsson - Fákur

 Skíma frá Kvistum, Meðaleinkunn:            8,33   

 Nr: 2 Knapi: Hulda Gústafsdóttir - Fákur

 Kiljan frá Holtsmúla 1, Meðaleinkunn:      8,22   

 Nr: 3 Knapi: Ragnar Tómasson - Fákur

 Sleipnir frá Árnanesi, Meðaleinkunn:        8,17  

 Nr: 4 Knapi: Jakob Svavar Sigurðsson - Dreyri

 Gloría frá Skúfslæk, Meðaleinkunn:           8,00   

 Nr: 5 Knapi: Lena Zielinski - Geysir

Melkorka frá Hárlaugsstöðum, Meðaleinkunn:     7,83   

Nr: 6 Knapi: Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Hörður

 Spretta frá Gunnarsst., Meðaleinkunn: 7,56