fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Enn þrengir að tunguboganum

odinn@eidfaxi.is
30. október 2014 kl. 11:38

Stangamél með einjárnungs tunguboga.

Unnið að handbók á vegum alþjóðasambandsins um samræmdar reglur.

Vinnuhópur á vegum FEIF hefur verið skipaður um gerð nýrrar handbókar þar sem fram mun koma hvaða búnaður er leyfður í keppni og sýningum. Fyrir hönd Íslands sitja í vinnuhópnum Sveinn Ragnarsson, Mette Manseth og Sigríður Björnsdóttir.

Fyrstu drög af þessari handbók hefur verið dreyft til fulltrúa FEIF og í framhaldinu verður handbók þessu unnin áfram. Þetta er liður í vinnu FEIF í að samræma reglur um beislabúnað, en fram að þessu hafa einungis samræmdar reglur um járningar og hófalengd.

Íþróttanefnd FEIF samþykti á síðasta fundi sínum að banna íslenskar stangir með tunguboga, en það mál verður á dagskrá næsta fundar hjá kynbótanefndar FEIF, þar sem ræktunarleiðtogar aðildarlandanna sitja.

Haft var eftir Gunnari Sturlusyni formanni FEIF að stjórnin hafi mælt með því við íþrótta- og kynbótanefnd að þessi mél yrðu bönnuð.