miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Enn hægt að skrá

Óðinn Örn Jóhannsson
30. apríl 2018 kl. 13:18

Kynbótasýningar

Ákveðið að bæta við 70 plássum í viðbót á kynbótasýningu á Hellu

Þrátt fyrir að bætt hafi verið tæpum 80 plássum við seinni vorsýninguna á Hellu í morgun er ljóst að enn er töluverð eftirspurn eftir plássum þar. Því hefur verið ákveðið að bæta við 70 plássum í viðbót. Eftir þessar viðbætur er ekki meira svigrúm en þá eru tvö dómaragengi að störfum á sýningunni; dæmt fram á fimmtudag og yfirlitssýning á föstudegi og fram eftir laugardeginum 16. júní. Við bendum á að enn eru laus pláss á sýningar á Selfossi, Spretti í Kópavogi, Víðidal og í Borgarnesi, hvað Suður- og Suðvesturlandið varðar.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.