mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Enn hægt að skrá sig í úrtöku

4. júní 2015 kl. 20:26

Skuggi frá Hofi I og Sigursteinn Sumarliðason á HM 2013 Berlín

Skráning á Opna íþróttamót Spretts lýkur á sunnudag.

Skráning á Opna Íþróttamót Spretts (WR) og Úrtaka fyrir HM er enn í gangi en henni  lýkur á miðnætti 7 júni.

"Þeir sem keppa í skeiði – hvort sem er í úrtöku eða íþróttamóti -  vinsamlegast athugið að fyrri umferðin fer fram seinnipart miðvikudags 10 júni og seinni umferðin verður á laugardag 13 júni.

Ungmenni vinsamlegast athugið að tölt, fimmgangur og fjórgangur verða riðin sem T1, V1 og F1.

Ef þið lendið í einhverjum vandræðum við skráningu þá vinsamlegast sendið tölvupóst á Karen netfangið kas49@hi.is eða á Huldu á netfangið huldafinns07@gmail.com," segir í tilkynningu frá Spretti.