miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Enn er Móeiður týnd

10. janúar 2012 kl. 13:30

Enn er Móeiður týnd

Móeiður, fjögurra vetra brúnskjótta hryssa sem tapaðist úr girðingu við Vatnsleysu í Biskupstungum í haust hefur enn ekki fundist. „Þrátt fyrir nokkra leit höfum við ekki gefið upp vonina að hún leynist innan um einhver hross á svæðinu. Ég vil því biðja fólk á svæðinu um að kíkja eftir henni við gjöf,“ segir  Guðrún Katrín Jóhannsdóttir, eigandi hryssunnar.

Móeiður er, eins og myndin sýnir, sokkótt upp að hnjám að framan, allt faxið er hægra megin, al-svart/brúnt höfuð (engin stjarna eða blesa) og efri partur taglsins er hvítur en neðri parturinn svartur/brúnn.

Ef þið hafið upplýsingar um afdrif hennar vinsamlegast hafið samband við Guðrúnu Katrínu í s. 862-4343 eða Sólveigu í s. 695-4943.