miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Enn einn úr landi

odinn@eidfaxi.is
7. febrúar 2014 kl. 14:46

Magni frá Snjallsteinshöfða

Einn af hæst dæmdu stóðhestum landsins fluttur út.

Reglulega berast fréttir af hátt dæmdum kynbótahrossum sem yfirgefið hafa landið.

Það fara augljóslega fleiri hátt dæmd kynbótahross á heimsmeistaramótsárum en margir hesteigendur bíða oft með að senda hross út þangað til á þeim árum.

Nýjustu fréttir eru þá að Eldjárnssonurinn Magni frá Snjallsteinshöfða hefur nú verið fluttur út til Þýskalands.

Magni er sonur Eldjárns og 1.verðlauna hryssunnar Móheiðar frá Engimýri. Hann hlaut sinn á Héraðssýningu á Vesturlandi í fyrravor og hlaut hann 8,29 í aðaleinkunn. Fyrir sköpulag hlaut hann 8,26 og þar af hæst 9,0 fyrir samræmi og hófa. Fyrir hæfileika hlaut hann 8,30 og þar af 8,5 fyrir tölt, skeið og stökk en 9,0 fyrir brokk.

Hann var því einn af tíu hæst dæmdu stóðhestum í sínum flokki.