fimmtudagur, 27. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Enn einn frá Garðshorni

odinn@eidfaxi.is
6. júní 2019 kl. 00:47

Leynir frá Garðshorni

Gnótt gaf gnótt af góðum hrossum.

Það eru fáir sem hafa tærnar þar sem Agnar Þór Magnússon hefur hælana þegar sýningar unghrossa eru annars vegar. Agnar hefur sýnt fleiri 4 vetra stóðhesta í hæsta dóm sem náðst hefur í þeim flokki en hæsti dómur í flokknum er frá frækinni sýningu hans á Konsert frá Hofi. Af öðrum frábærum hestum sem hann hefur sýnt í hæstu hæðir svo unga má nefna Glym frá Innri-Skeljabrekku, Hersi frá Lambanesi, Laxnes frá Lambanesi og Kraft frá Efri-Þverá.

Nú hefur Agnar enn og aftur sýnt 4 vetra hest í himinháan dóm og aftur úr sinni eigin ræktun sem hann og kona hans Birna Tryggvadóttir kenna við Garðshorn, áður Lambanes.

Hesturinn er undan ósýndum syni Hrímnis frá Ósi sem Agnar sýndi 4 vetra. Móðir hestsins er einnig ósýnd en er út af Sveiflu frá Lambanesi stofnhryssu ræktunar þeirra.

Dómurinn sem hesturinn hlaut á Hólum í dag er eftirfarandi:

IS2015164068 Leynir frá Garðshorni á Þelamörk

Litur: 1550 Rauður/milli- blesótt

Ræktandi: Agnar Þór Magnússon, Birna Tryggvadóttir Thorlacius

Eigandi: Sporthestar ehf.

F.: IS2010136481 Krapi frá Hjarðarholti

Ff.: IS2005165247 Hrímnir frá Ósi

Fm.: IS1992236485 Snót frá Hjarðarholti

M.: IS2011264070 Gróska frá Garðshorni á Þelamörk

Mf.: IS2006155026 Eitill frá Stóru-Ásgeirsá

Mm.: IS2006238737 Grótta frá Lambanesi

Mál (cm): 137 - 126 - 133 - 64 - 140 - 36 - 46 - 44 - 6,3 - 29,0 - 18,0

Hófa mál: V.fr.: 8,8 - V.a.: 7,9

Sköpulag: 7,5 - 8,5 - 9,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 = 8,35

Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 9,0 - 8,5 - 8,5 = 8,58

Aðaleinkunn: 8,49

Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,5

Sýnandi: Agnar Þór Magnússon

Þjálfari: Birna Tryggvadóttir Thorlacius