þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Engir áverkar

1. nóvember 2015 kl. 14:32

Spes frá Herríðarhóli

Þrír knapar með enga skráða áverka á kynbótasýningum ársins.

Það eru þrír knapar, sem hafa sýnt fleiri en 10 sýningar, á árinu sem státa af því að veraáverkalaus. Þetta eru þau Gísli Gíslason, Hekla Katharina Kristinsdóttir og Sara Sigurbjörnsdóttir. Gísli Gíslason hefur áður verið á þessum lista en hann var valinn kynbótaknapi ársins 2012. Gísli sýndi 12 sýningar og var meðaltal aðaleinkunnar 8,00, sköpulags 8,30 og hæfileika 7,80. Hekla Katharina sýndi efstu fjögurra vetra hryssuna í ár og sýndi sjö vetra hryssuna Spes frá Herríðarhóli í 10 fyrir hægt tölt. Hekla sýndi 13 sýningar á árinu en meðaltal hennar fyrir hæfileika var 7,91, sköpulag 8,07 og aðaleinkunn 7,97. Sara Sigurbjörnsdóttir sýndi 11 sýningar. Meðaltal hennar fyrir hæfileika var 7,93, sköpulag 7,92 og aðaleinkunnar 7,92.